<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Wednesday, February 25, 2004
  Halló!

Survivor og barátta góðs og ills í manninum

Ég ætla að setja hér lokahnykkinn á síðasta pistil með einni vísu. Vísan getur ekki talist vera staka þar sem hún er ekki í stökuformi. Sennilega er þetta með öllu óþekkt bragform og ætti kannski helst að kallast ríma bara. Kannski á þessi staka eftir að valda straumhvörfum á íslensku bragformi í framtíðínni, svona eins og Liljulag forðum. Mæli ég því með nafninu Káralag á þessu bragformi.

Carlos ýmis brögðin kann
knöttinn snart með hendi
lukkudjöfsinn elti hann
á dómarann ég bendi.
Að lokum Carlos glufu fann
og knöttinn í netið sendi.

Annars var ég að velta fyrir mér Survivor á táknrænan hátt. Hugmyndin á bak við þáttinn er í stórum dráttum mannfræðilega stórgóð. Í þessum leik skipta mannleg samskipti höfuðmáli og menn reyna að ná markmiðum sínum ýmist með góðmennsku og heiðarleika eða slíkum dyggðum, nú eða klækjum og svikum og þannig löstum.

Mér skilst að sigurvegarar þáttanna hafi sumir sigrað með dyggðum, aðrir með löstum. Kannski má segja að Survivor sé smækkuð mynd af baráttu milli góðs og ills í fari manna og á milli manna. Ég er/þykist vera svo hjartahreinn og góður strákur að ég held vafningalaust með þeim sem spila leikinn af sanngirni, hreinskilni og góðvilja. Mér hefur hreinlega reynst erfitt að fylgjast með þessum þáttum ástundum vegna manna eins og hommans Richards sem kemur fram eins og snákur eða rotta, fagnar óförum annarra og skipuleggur óhrein og ófyrirleitin brögð sér til hagsbóta.

Í þessum leik eru vissulega miklir peningar í spilinum og máltækið segir "margur verður af aurum api". Richard er sennilega dæmi um það...en sem betur fer ekki allir...

Bless!

 
Tuesday, February 24, 2004
  Halló!

Lífið eins og fótbolti?

Það má sjá marga einstaka hluti í lífinu sem endurspeglar lífið sjálft heildina á litið. Guðni góðvinur minn benti mér á það að fótbolti getur verið einn af þessum hlutum. Við vorum að horfa á leik Bayern Munchen og Real Madrid áðan. Það var með öllu sorglegur leikur og ekkert um það að segja. Hinsvegar var inná vellinum mannskepna ein að nafni Roberto Carlos. Í fyrri hálfleik komst hann upp með það ítrekað að handleika knöttinn innan vítateigs. Það er bannað, enda ástæða fyrir því að fótbolti heitir fótbolti. Í seinni hálfleik komst hann svo upp með það að berja andstæðing sinn í andlitið. Slíkur ruddaskapur er einnig bannaður og varðar rautt spjald. Eins og glöggir vita verða þeir sem fá að líta rauða spjaldið að yfirgefa sparkvöllinn hið snarasta. Það endaði svo með því seint í leiknum að skepnan hann Carlos skoraði mikilvægt mark af slysni.

Svona getur þetta líka verið í lífinu. Menn komast stundum upp með með ýmislegt sem ekki getur talist sanngjarnt. Stundum uppskera menn eitthvað fyrir ekki neitt, og öfugt.

Ekki bætir úr skák þegar menn styrkja ranglætið með reglum sem eru ekki sanngjarnar. Ég hef þá í huga frjálshyggju og kapítalisma. Ég horfði á viðtal um daginn við frjálshyggjusvínin og ógeðin hannes h gissurarson og karl steinar eitthvaðson. Í grundvallaratriðum sögðu þeir að þeir sem minna mega sín geta bara étið skít og farið í rassgat. Þeir sögðu að eðli mannsins væri að græða pening eins og mögulegt væri ..allir hefðu jafnan séns á að berjast í því. Þetta er auðvitað bara KJAFTÆÐI og ekkert annað. Í fyrsta lagi eru ekkert allir sem hafa áhuga á því að græða hrúgu af peningum. Í öðru lagi hafa ekkert ALLIR JAFNAN SÉNS. Sumir hafa einfaldlega meiri hæfileika til þess að læra og þar af leiðandi til þess að græða pening. Eins og ég sagði áðan eru reglurnar svo þannig að duglegur og fær verkamaður hlýtur lúsarlaun fyrir sinn snúð.

Endurspeglunin milli fótboltans og þessarra staðreynda í lífinu má svo útfæra á margan hátt. Hugsanlega má segja að hugmyndir hannesar og karls séu á þá leið að uppskera Robertar Carlosar og hans liðs sé með öllu sanngjörn. Ískaldur raunveruleikinn í fótboltanum og hugmyndir hannesar og karls eiga það sameiginlegt að vera ekki sanngjarnar. Að því er ekki spurt - svona fór.

Helsti munurinn á fótbolta og lífinu er svo etv mergurinn málsins. Í fótbolta er alltaf annað liðið sem verður að lúta í gras að lokum. Í lífinu ættu hinsvegar ekki neinir að tapa og reglurnar ættu að tryggja jafnrétti eins og mögulegt er. Amk ættu ekki jafn margir að tapa og raunin er - þó vissulega séu til einstaklingar sem grafa sannarlega sína eigin gröf.

Bless! 
Monday, February 23, 2004
  Halló!

Vildi að ég væri mongólíti!

Ég held að það sé algerlega toppurinn að vera mongólíti. Ég er þá að tala bara um svona tornæman mongólíta...þá er maður svona um það bil með greindarvísitöluna 70-80. Þannig eru 80% mongólíta, 20% þeirra eru svo meira en tornæmir...kannski ónæmir bara?

Hér er listi yfir kostina:
1. Maður hefur ekki áhyggjur af einu né neinu
2. Frítt í strætó og sund
3. Maður er sífellt í svífandi góðu skapi
4. Maður má tala hátt og snjallt við mongólítavini sína í strætó án þess að það sé eitthvað að því
5. Maður getur skroppið með kærustunni uppí Húsgagnahöll og prófað að eiga í mökum í kingsize rúmum og allskonar án þess að vera handtekinn
6. Það er alltaf eitthvað fyndið að gerast í kringum mann...lítið gleður einfaldan..
7. Maður þarf ekki að læra eða vinna að ráði

Og ótal fleiri atriði...Eina vitræna mótbáran við þessu er sú að maður fer á mis við svo margt ef maður væri mongólíti. En það eru ónýt rök því ef þú veist ekki af hverju þú ferð á mis við, þá ferðu í raun ekki á mis við það...er það nokkuð??

Bless! 
Monday, February 16, 2004
  Halló!

Orðupistill!

Nú hefi ég ákveðið að deila út þrem Káraorðum. Eins og glöggir muna felst mikil sæmd í því að hljóta Káraorðuna.

Í fyrsta lagi fær Imba systir Káraorðuna og það af tveim ástæðum. Því er þessi orða gædd enn meiru og betra andlegu atgervi en ella. Í fyrsta lagi hlýtur hún orðuna fyrir það að hafa látið mér í té Ingibjargarorðuna sem er afar fallega gert af henni. Í öðru lagi fær hún orðuna vegna einkar fallegra orða í garð Hnignunarspegilsins! Til hamingju Imba!

Í öðru lagi fær hún Gunnur, spúsa mín yndislega, Káraorðuna fyrir óteljandi hluti. Má þar t.d. nefna virka þátttöku hér á Hnignunarspeglinum og fyrir að hafa lánað mér tölvuna sína. Án tölvunnar væru engar orður hér í kveld! Hennar orða er vissulega sérstaklega pússuð og snyrt. Til hamingju Gunnur!

Í þriðja lagi fær hann Konráð Jóhann Káraorðuna. Mér er sérstök ánægja af því að veita þessa orðu því hann Konráð er fyrstur til að fá Káraorðuna í tvígang! Í fyrra skiptið fékk Konráð hana fyrir að pússa og laga til Hnignunarspegilinn, en nú fyrir djarft skutl á Skagann góða ekki fyrir svo alllöngu. Til hamingju með að vera sæmdur þessu heiðursmerki í tvígang fyrstur!

Þrefalt skaðræðisóp fyrir Imbu, Gunni og Konna!

Bless! 
Friday, February 13, 2004
  Halló!

BRJÁLAÐUR!

Ég er svífandi öskubanddjöfulshelvíti saltvondur yfir þessu helvítis fegurðaraðgerðadæmi þarna á helvítis barnastjörnukvikindisdúkkunni þarna...Rut eitthvað. Og útí stöð 2. Þetta sýnir hugsanlega hvernig fer ef allt er einkavætt í druslur og engum ætlað að halda smá menningu að sauðsvörtum og nautheimskum almúga landsins. Þá verður allt vaðandi í svona helvítis kjaftæði. Eins og skjáreinn getur nú að vísu oft verið ágætur, er þar t.d. sori eins og Temptation Island (Eyja freistinganna) og Bachelor (Piparsveinninn). Og nú þetta á stöð 2. Sílikoninnspýting í beinni bara! Bara eins og þetta sé eitthvað heilbrigt! Andskotinn hafi það, ég vil ekki sjá né vita af svona helvítis kjaftæði.
Þetta er auðvitað eitt dæmi af óteljandi sem ýtir undir staðalmyndina af "hinni fögru konu". Allt svoleiðis svífandi samhverft og beint og slétt og fellt og horað.... Riiiisastór brjóst! Svona lagað fíla víst margir (nb allsekki allir!). Það er ekkert skrýtið að kvenfólk skuli þjást af allskyns kvillum, mest andlegum. Allt frá stórhættulegum sjúkdómum (Anorexia ofl) niðrí almenna vanlíðan og sjálfstraustsleysi. Þá er ég m.a. t.d. að tala um gullfallegar stúlkur sem eru !""þó""! etv með eilítið hold utan á sér...eða frekar lítil brjóst...eða ekki með alveg nógu nett og beint nef...
BURT MEÐ ÞETTA BULL! BURT MEÐ ÞENNAN HÉGÓMA! BURT MEÐ ÞESSA STAÐALMYND!
Þetta þjónar í raun ekki hagsmunum nema örfárra sem græða peninga á þessu á einhvern hátt. Ég veit að eitt skítlegt blogg breytir engu, en augljóst er að almenningur þarf að opna augun og hafna þessu. Veltið þessu fyrir ykkur, HUGSIÐ!! Annars gerist ekkert. Ég er einn af öllum..ég er búinn að gera mitt, allaveganna í dag, með þessu bloggi. Hvað með þig???

Bless! 
Wednesday, February 11, 2004
  Halló!

Drauma"djobbið"!

Ég hef rekið augun í ansi margt sem gæti verið afar skemmtilegt að taka sér fyrir hendur. Fyrir allnokkru síðan dreymdi mig um að gerast ryksugukall á götum úti. Þá fær maður að kæra um á pínulitlum bíl sem búinn er afar stórkarlalegri ryksugu. Ryksuga er í raun rangnefni því maður er ekki að ryksuga upp ryk heldur kókdósir, nammibréf, sígarettupakka og fleira í þeim dúr. Þetta krefst hinsvegar talsverðar ökuleikni, maður þarf að stýra bílnum með annarri og ryksuga með hinni. Það hlýtur að vera skrítið að vera með stýri í annarri og ryksugu í hinni...

Í gær datt mér í hug annað sem ég gæti hugsað mér að leggja fyrir mig. Það er að vinna við að tilkynna um nýjustu tölur - að lokum lokatölur - í hinum og þessum kosningum. Það er örugglega mjög gaman. Ég er strax byrjaður að æfa mig - ég tek kosningarnar í Háskólanum fyrir í æfingum mínum.

R listi, Röskvulistinn, listi félagshyggju og vinstrislagsíðufólks í HÍ, þrjúþúsundtvöhundruðfjörutíu og þrjú atkvæði, þrjúþúsundtvöhundruðfjörutíu og þrjú atkvæði.
V listi, Vökulistinn, listi einstaklingshyggju/frjálshyggjuóberma og hægrislagsíðufólks í HÍ, tuttugu og þrjú atkvæði, tuttugu og þrjú atkvæði.
H listi, Háskólalistinn, listi sameinaðra stúdenta í HÍ, tvöþúsundsexhundruð og fjörutíu atkvæði, tvöþúsundsexhundruð og fjörutíu atkvæði.
Auð og ógild atkvæði þrjátíu og eitt, þrjátíu og eitt.

Nauðsynlegt er að gæta þess að þjást af mikilli ofvöndun í framburði, bera fram hvurt hljóð svo greinilega að það hreinlega kasti tólfunum og beri í bakkafullann lækinn. Einnig skal gera tilraun til að tala harðmælt, helst allstaðar, allaveganna þar sem það á ekki að gera það. Raddaður framburður er auðvitað skylda. Ekki væri verra að geta troðið inn vestfirzkum einhljóðaframburði þó ekki væri nema á einum stað. Svo þarf auðvitað að draga seiminn helst á hverju einasta orði....

Við þessa atvinnuhugmynd mína eru tveir veigamiklir gallar. Í fyrsta lagi fengi ég ekki að segja prósentutöluna, því aðrir myndu taka við af mér og setja upp í prósentusúlurit, stöplarit, kökurit, bökurit og bollurit. Mig langar að segja prósentutöluna.
Í öðru lagi eru ekki nógu margar kosningar á landinu svo ég gæti dregið fram lífið á þessu. Samt..kannski ef ég yrði duglegur að tala við allskonar klúbba og leynifélög, Kiwiklúbbinn og Bananaklúbbinn og sonna..aldrei að vita...

Bless! 
Monday, February 09, 2004
  Halló!

Undarleg hegðan völvunnar

Eins og ég fyrr greindi frá er tölvan mín biluð. Ég fór með hana til læknis. Eins og allir mennskir hafa upplifað er yfirleitt aldrei neitt að manni þegar maður er loksins búinn að drullast til læknis. Ótrúlegt alveg. Það sama á við með tölvuna mína. Hún var svífandi hress allann daginn meðan læknirinn var í húsinu! Daginn eftir prófaði ég að kveikja á henni, og hún var vart búin að ræsa sig er hún fraus!!! ÓTRÚLEGT!

Hún er þó allaveganna ekki með vírus. Að því komst læknirinn. Það er mjög gott. En eitthvað er að..og fer versnandi. Þegar ég kveikti á henni í morgun neitaði hún alfarið að nýta sér rafmagnið sem ég tengdi hana við. Hún vildi endilega nota rafhlöðurnar! Og eins og glöggir vita er rafhlaðan með öllu ónýt!! Hún er því með öllu óstarfhæf eins og stendur.

Ég skal ekki segja hvað gera skal. Sennilega er best að heimta að læknirinn strauji hana og vonandi nái að strauja úr henni þessa illu anda sem hafa greinilega sest að í henni. Mér hefur að vísu dottið í hug ein andleg lækning sem er tilraunarinnar virði. Ég gæti falast eftir mynd af Sigga lækni og haft hana ávallt nærtæka er ég nota tölvuna. Hvað haldið þið???

Bless!

 
Friday, February 06, 2004
  Halló!

Á miðvikudaginn vaknaði ég kl. 06:45 og fór í skólann. Duglegur. Var auðvitað sybbinn um kveldið. Sofnaður fyrir 23. Átti að mæta í skólann kl. 13 daginn eftir...fínt..get sofið helling hugsaði ég. Það var mál að sönnu, vaknaði kl. 13:40 eða svo. Ég svaf semsagt í cirka 15 kl. OG SVAF YFIR MIG! Þetta á nattlega ekki að vera hægt..nema maður sé eitthvað alvarlega veikur sko....

Í gær fimmtudag sofnaði ég um hálf 1. Vaknaði svo útsofinn rúmlega 4 (um nóttina). Af einhverjum ástæðum ákvað ég að sniðugt væri að fara út og moka snjó. Ég var líka hálfskrítinn í hausnum...veit ekki hvort það var ástæðan fyrir hugmyndinni eða hugmyndin til að reyna að losna við skrítinn-leikann...

Núna er ég niðrí háskóla MEÐ MÍGRENI! Ekki af svefnleysi..það er augljóst...Er að spá í að fara bara..eða þrauka kannski tímann...

Tilviljun lífsins er mér ekki hliðholl þessa dagana..svo mikið er víst. Spurning hvort það sé ekki bara eitthvað að mér???

Bless!  
Wednesday, February 04, 2004
  Halló!

Um lengd lífsins – hin rómantíska hugmynd um langlífi
Þetta er blogg, ekki doktorsvörn í heimspeki. Þessvegna ætla ég að reyna að hafa þetta ekki mjög langt. Ég ráðlegg þeim sem efast um röksemdarfærslur mínar að eyða ekki óþarfa orku í að véfengja þær, hvorki á lyklaborðinu eða í hausnum á sér...ég hef nefnilega endalaus mótsvör þó þau birtast ekki hér... :) Segi sonna..endilega sendið tilsvör...

Lengd lífs: Ég veit ekki hvort nokkur veltir því fyrir sér hvaða viðhorf viðkomandi hefur á lengd ævi sinnar. Mér heyrist þó á flestum að þeir hafa ákveðnar skoðanir á því; “Ég stefni á að verða 100 ára”, eða “ég ætla að ná áttræðisaldri!” Þetta er nattlega bara bull! Þetta er bara vitleysa!!! Þetta er heimskuleg stefna.

Samkvæmt nýlegum tölum er meðalaldur íslendinga 78,4 ár. Þetta er bara alltof há tala! Það vita flestir ástæðuna fyrir þessari háu tölu...hún er margþætt. Má nefna ríkidæmi íslendinga, ekki mikið um alvöru erfiðisvinnu, heilbrigðisþjónusta “góð” að mörgu leyti og blablabla...

Af hverju er 78,4 ár of há tala? Jú, við erum að framleiða í stórum bunkum krumpudýr sem liggja inná krumpudýrasöfnum um allt land – án þess að þau vita sjálf af því! Skítandi á sig daginn inn og út – bryðjandi parkódín til að þola við yfir daginn vegna gigtar og óteljandi annarra kvilla. Það er hægt að telja upp svo óteljandi margt sem er svo heimskulegt við þetta. Þessi blessuðu gamalmenni geta ekki einu sinni horft á kvikmynd af því að í miðri mynd muna þau ekkert hvernig hún byrjaði og vita ekkert hvað gengur á. Sum gamalmennin þekkja ekki sína nánustu og finnst þeim sífellt ógnað af starfsfólki – afskiptasamir skrattar í hvítum sloppum! Þessi gamalmenni eru mörg hver svo máttvana að þau geta ekki hóstað af sér ósköp saklausa hálsbólgu – þá er sýklalyfjum dælt í þau!

Hverju skal breyta? Sumum þáttum er ekki hægt að breyta. Íslendingar eru ríkir og vinna ekki námuvinnu – punktur. Öðru mætti hinsvegar breyta. Hvernig væri til dæmis að leyfa bara fólki sem er út úr heiminum, eldgamalt, máttvana og getur ekki hóstað af sér hálsbólgu, að deyja bara?? Hvernig væri það, ha? Hvaða heimska er það að dæla sýklalyfjum í þetta fólk svo það þurfi örugglega að kveljast í nokkra mánuði – jafnvel ár- til viðbótar? Kveljast úr verkjum um allann skrokk, skítandi á sig og bryðjandi parkódín forte!
Ég hef heyrt um tilfelli þar sem máttvana gamalmenni óska þess að fá að deyja. “Nei!” er viðkvæðið! “Þú mátt það hreinlega ekki..þú átt að kveljast dulítið lengur...”

Jámm. Lífið er heilagt. Mjög eðlilega í flestum tilfellum. En hvernig væri aaaaðeins að opna augun og viðurkenna að eitt sinn skal hvur deyja. Það er ekkert að því að drepast svona um 80-90 ára aldurinn. Og það er ekkert að því að sleppa að dæla sýklalyfjum í alvarlega veikt fólk á þessum aldri. Og eins og frjálshyggju-eiginhagsmunasvínin mundu segja; “Þeirra dauði þýðir aðeins sparnað í heilbrigðiskerfinu” (líkt og í Englum Alheimsins).

Ég er bara alfarið á móti þeirri hugmynd að langlífi sé einhver ógurleg snilld. Sjálfur ætla ég að reyna að muna það að um 70-75 ára aldur ætla ég að að drepast...ekkert kjaftæði...

Bless!


 
Tuesday, February 03, 2004
  Halló!

Vandræði!

Völvan mín sem spáir tölum og mörgu öðru er veik. Hún getur að öllum líkindum ekki sinnt vinnu sinni næstu 2-3 vikurnar, ef ekki lengur. Sjúkdómsgreining liggur ekki fyrir ennþá. Það kemur tvennt til greina:

1. Líklegast þjáist tölvölvan mín af stjórnunarlegu óskipulagi, með öðrum orðum þjáist hún af heimskulegu og með öllu handónýtu stýrikerfi. Sennilega er best að senda hana í straujun - láta slétta úr öllum stýriskerfisfræðilegum misfellum. Vonandi get ég bjargað ómetanlegum verðmætum mínum úr tölvunni áður en til þess kemur, þar sem verðmætin straujast til andskotans um leið og misfellurnar...

2. Miðað við hegðan tölvölvunnar er líklega ekki um vírus að ræða, þó er það möguleiki 2. Ekki hef ég mikið vit á þessum fyrirbærum, en mögulega verður þá notuð sama lækningaraðferð ef um sjúkdóm eitt er að ræða. Verst væri auðvitað ef um ólæknandi sjúkdóm er að ræða og völvan liggi á grafarbakkanum.

Ég er heppinn og þekki einn góðan tölvölvulækni. Þó hann sé karlkyns fer hann vel með straujárnið og getur vafalaust gert góða hluti.

Óska ég nú þess að hver sem þetta les leggist á bæn næstu kvöldin og biðja guð og góða anda um styrk til handa tölvölvunnar minnar. Megi hún hljóta skjótan og góðan bata! Heyr heyr.

Bless! 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com