<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Friday, April 30, 2004
  Halló!

Sit ég hér í vinnunni, yfirmáta þreyttur maðurinn og svangur. Sé ég ból mitt í hyllingum, enda klukkan langt gengin hálffjögur að næturlagi...

HA! Plataði ykkur!! Þið hélduð í smá stund að þið hefðuð farið bloggspotvillt, er þaekki? Þið hélduð að þið hefðuð villst inná bloggsíðu ónefnds manns í stað Hnignunarspegilsins?? :)

Bið ég hinn ónefnda afsökunar á gríninu..maður er bara svo yfirmáta sniðugur... :)

Ég ætla að gera svolítið sem ég var nú búinn að lofa að gera ekki...það að "afsaka" mig fyrir að hafa ekki bloggað lengi... Þannig er að blogg eru jafnmisjöfn og bloggararnir eru margir...Þar sem ég er ekki mikið í því að deila með alheimi mínu hversdagslega lífi í mínu bloggi, heldur geri tilraunir til að vera fyndinn, leiðinlegur, gáfulegur eða djúpur í staðinn, blogga ég ekki ef hugmynd fæðist ekki. Undanfarið hefi ég ýmist verið yfirmáta geldur andlega eða upptekinn nema hvorutveggja sé....

...ég er það eiginlega ennþá...

Bless!

p.s. Gáta dagsins: Hvur er hinn ónefndi?? 
Thursday, April 01, 2004
  Halló!

Mest kynsveltu einstaklingarnir

Þar sem mér er ekki ætlað að sofna alveg strax fór ég alveg óvart að velta fyrir mér hvaða einstaklingar eru þeir mest kynsveltustu í heimi.

Mér datt í hug ansi margir hópar fólks sem gætu komið til greina. Ég útilokaði strax þá sem eru getulausir, eða kannski öllu heldur þeir sem hafa enga kynlöngun. Þeir sigra auðvitað í vissum skilningi, en það er ekki sanngjarnt að hafa þá með gagnvart öðrum hópum...

Margir hópar sem hneigjast til undarlegra kynlífsathafna komu upp í hugann. Nefni ég hér nokkra, en enginn þeirra sigrar: 1. Þeir sem hneigjast til dýra. 2. Þeir sem hneigjast til þeirra sem eru tvíkynja/tvítóla. 3. Þeir sem hafa enga möguleika á því að hözzla. 4. Þeir sem eru sadó/masó.

Eftir dulitla íhugun fann ég hópinn sem tekur ofannefnda mögulega "sigurvegara" í nefið!

...það er án efa kvenkyns gagnkynhneigðir náriðlar...

Bless!

 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com