<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Saturday, May 29, 2004
  Halló!

Frá Djúpavogi

Gvöð, ég get svoleiðis svarið þa...var að skoða Slefað og Prumpað áðan og almáttugur..mynd af Jónsa í Hvítum fötum í HRÆÐILEGRI múnderingu..get svolleiðis svarið þa..hlýtur bara að hafa verið eitthva grín sko...ef ekki er hann svo sannarlega alveg hættur að vera draumurinn minn..

Æji veitðaekki..kannski maður sé alveg hættur að vera inn sko...GVÖÐ minnir mig á að ég hef ekki farið í ljós síðan ég veit ekki hvenær..maður er sko orðinn næpuhvítur..viðbjóður..mikið að gera sko...er að leika í myndbandi hjá Nylon..FRÁBÆRAR! Mér hlakkar ekkert smá til að sjá hva gerist með þær...

Jesús minn hva verður þokkalega þéttnett horft á skjáeinn á kantinum i kvöld marr...Ungfrú ísland!! Held ekkert smá með Jónínu Jóns...langflottasta gellan..örugglega valin sú vinsælasta líka...

Díses má ekkert vera aðessu....verð að fara að panta í ljós og nefháraklippingu...jafnvel hnakkarakstur...

Bless! 
Sunday, May 23, 2004
  Halló!

Á leið til hins daglega amsturs

Í dag labbaði ég í vinnuna. Á leiðinni hitti ég fullt af fólki. Fyrst hitti ég Britney Spírs. Hún vildi eiga í mökum við mig. Ég svaraði því til að hún væri fáviti og allófríð í þokkabót. Ég semsagt afþakkaði boðið. Hún brotnaði niður og reyndi að svara fyrir sig á milli ekkasogana. Ég hafði engan tíma til að drulla meira yfir hana..maður verður nú að mæta í vinnuna...

Næst hitti ég formann heimspekiskorar við HÍ. Hann hélt langa ræðu um hver tilgangur lífsins væri. Hann var augljóslega kominn á síðasta daginn í löngum drykkjutúr...við það að fara yfir um. Ég hló að honum og benti honum á að ekki síst heimspekingar ættu að gera sér grein fyrir því að tilgangurinn er enginn. Þrátt fyrir tímaskort minn benti ég honum á að best væri fyrir hann að heilsa nú uppá rúmið...bara leggja sig sko. Raulaði ég svo angurvært stúf úr laginu "dont cry" með Guns and Roses..."u feel better tomorrow.."...söng ég og hélt áfram.

Ég hitti svo krakka sem var greinilega morgunhress, hefur farið út að hjóla í þeirri barnslegu trú að það væri skemmtilegt. Krakkinn spurði hvert ég væri að fara. Ég hugsaði mig um í smá stund. Datt í hug að ferðalög okkar væru í raun sama eðlis..ég bara dulítið eldri. Svaraði svo á þessa leið: "Það kemur mér ekkert við. Ég flýt með straumi samfélagsins. Ég er svo latur að ég nenni ekki að synda upp á móti straumnum, sigli aðeins lygnan sjó með sauðsvörtum almúganum í átt að feigðarósi". Krakkinn horfði á mig undrunaraugum. Eðlilega. Og spurði hvort ég væri drukkinn. "Jæja..ég fer í vinnuna og þú heldur áfram að hjóla..."

Svo var nú það..

Bless! 
Thursday, May 20, 2004
  Halló!

Undirrót hégómans?

Mér skilst að eitthvað fordekrað glanslið sem fæddist með silfurskeið í munni hafi verið að gifta sig í Danaveldi um daginn. Því miður veit ég aðeins meira um málið..þarna var víst um að ræða ljósakrónuprinsinn og kellínguna hans eða eitthva slíkt. Konunglegt brúðkaup heyrði ég þetta kallað.

Þetta konungslið fæðist víst til þess að vera ofdekrað og forríkt og gerir ekki annað en að veifa til sauðsvarts almúgans á milli þess sem það étur á sig gat í veislum. Svo þegar þetta lið fer í það að gifta sig ætlar allt um koll að keyra...eitthvað óskiljanlegt og viðamikið ferli fer í gang..

Jamm þetta lið getur haft þetta eins og það vill...það sem ég er hinsvegar mest hissa á eru viðbrögð sauðsvarts almúgans. Hvaða FÁVITAR fara niðrá torg (hvað sem það kallast þarna), veifa fánum og æpa eins og vanþroska grunnskólakrakkar...eða unglingsstelpur sem sjá Indrías Öglías með eigin augum. Já það er nefnilega fullorðið fólk sem mætir þarna jafnt sem börn...

Og hvaða vitleysingar hérna uppá ÍSLANDI láta detta sér það í hug að horfa á þetta? Og hvaða SNÆLDURUGLAÐA MANNAPA datt í hug að sjónvarpa brúðkaupinu beint í sjónvarpinu??

Þetta er auðvitað hégómi dauðans og spurning hvort konungsdómurinn sé undirrót alls hégóma?

Hvað haldið þið?

Bless!

p.s. Snilld af Baggalutur.is að neðan..


Rotte-epidemi i köbenhavn
Den Europæiske snob-elite er nu samlet i den danske hovedstad, Köbenhavn. Grunden til denne begivenhed er at den danske kronprins har endelig fundet en kvinde som gider være prinsesse i dette dödkedelige land. Den lykkelige brud kommer fra Tasmanien, og ifölge danske lokalaviser er hun hverken blind eller döv.

Den Islandske nation sender sin repræsentant, Dorrit Músajef til festen, og det er meningen at hun skal præsentere det lykkelige par med 1 kilo af muggen mel og en tönde tjære fra den Islandske befolkning, som et minde om de to landes fælles historie.

Efter selve bryllupet bliver 1000 hvide rotter lösladt paa Rådhuspladsen.  
Tuesday, May 11, 2004
  Halló!

Ótrúlegt hæfileikaleysi fatahönnuða!

Ég hef rekið augun í allnokkrar kvenkyns verur undanfarið, sem eru seinþreyttar til vandræða. Það sem greinir þær einnig frá öðrum er það að þær versla mjög líklega í tískufatabúðum. Þessa dagana hefur nefnilega náð vinsældum (eins og reyndar allt sem telst til tísku) sérlega illa hannaðar peysur. Ef mér skjátlast ekki er það sniðsvinnan við hönnun peysunnar sem hefur klikkað aaaðeins...

Eins og fyrr sagði hafa þessar peysur náð vinsældum og ber það greinlega vott um skapgæsku margra kvenna sem elta tískuna. Ef ég á að tala fyrir sjálfan mig, þá verð ég að segja að ég yrði rosalega þreyttur á því að vera sífellt skítkalt á annarri öxlinni. Ætli þessar skapgóðu stelpur hugsa ekki með sér eitthvað á þessa leið "Tja, mér er þá ekki kalt á báðum öxlunum, eins og svo mörgu fátæku fólki víðsvegar um heiminn...".

Glöggir lesendur hafa sennilega þegar áttað sig á um hverskonar peysur ég er að tala um. Fyrir óglögga skal ég skýra málið. Fyrir einhvern misskilning hafa peysur komist á markað þar sem vantar alveg aðra öxlina. Þetta eru bara svona venjulegar peysur, nema hvað að það er eins og það hafi gleymst að sauma einn bút í peysuna sem hlífir annarri öxlinni...

Það er svolítið undarlegt að klúðra þessu því það vantar ekkert aðra ermina..bara öxlina. Mér dettur því í hug að hönnuðurinn hafi farið töluvillt á málbandinu og reiknað með mikið breiðari brjóstkassa en fólk hefur. Stelpugreyin þurfa því að láta hálsmálið öðrumegin nema við upphandleggsvöðva...og hafa þá aðra öxlina bera.

Mér dettur í hug tvær aðrar ástæður. E.t.v. ætlaði hönnuðurinn að hanna svona tískupeysu handa fólki sem misst hefur aðra öxlina en hvoruga hendina...í sprengingu eða eitthvað. Þar sem það er svo afar óalgengt að fólk missi aðra öxlina en hvoruga hendina hefur þetta ekkert selst..fyrr en skapgóðar tískustelpur fóru að kaupa þetta í misgripum...

Annar möguleiki er svo að tískuhönnuðurinn beri enga ábyrgð. Kannski hefur eitthvað farið úrskeiðis í framleiðslunni. Kannski hefur saumakonan sem átti að sauma aðra öxlina á peysuna verið veik...hún hefur svo bara verið rekin þegar peysurnar byrjuðu að seljast axlarlausar öðrumegin...

Hvað haldið þið??

Bless!

 
Friday, May 07, 2004
  Halló!

KÁRAORÐA!

Káraorðuna hlýtur JÓI WAAGE og spúsa hans GYÐA. Hafa þau fjölgað mannkyninu og er ekki örvænt um að það muni bæta heiminn..vegur upp á móti þeim fjölda vitleysinga sem fjölga sér eins og rottur um allar byggðir. Til hamingju og þrefalt húrra!

Bless! 
  Halló!

Vonbrigði..

Ég man að ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum þegar ég áttaði mig fyrst almennilega á því að maður verður í raun aldrei fullorðinn. Allaveganna yrði það ekki eins og ég gerði mér vonir um. Ég hélt nefnilega að þegar maður er orðinn alveg fullorðinn, væri maður orðinn býsna nálægt því að vera fullkominn. Auðvitað gætu fullorðnir e.t.v. misst einn og einn disk í gólfið og brotið hann, en ég hélt að fullorðið fólk hlyti að vera búið að læra og nánast fullkomna flest/margt annað. T.d. eins og að allir fullorðnir hlytu að vera tiltölulega sanngjarnir. Það væri í versta falli einn og einn fullorðinn geðsjúklingur sem væri ósanngjarn og jafnvel dræpi aðra menn...

Því miður er ekki svo...það má oft vart á milli sjá hvort börn, unglingar eða fullorðnir eru færari um að láta eins og helvítis fávitar...

Jamm fólk er fífl og það eru svo sem engar fréttir...en það var í raun mikið svekkelsi að uppgötva það að hinir fullorðnu eru allsekki endilega skárri en hinir ungu og óreyndu einstaklingar heimsins...

Bless!

 
Thursday, May 06, 2004
  Halló!

Ég hef verið að velta fyrir mér tímanum undanfarið...auk tilgangi lífsins. Ég held að glöggir menn séu löngu búnir að átta sig á því að allar hugmyndir (sem ég hef heyrt amk.) um hinn sanna tilgang lífsins hljóma sem hjóm eitt.

En tíminn er undarleg skepna, ekki síður en tilgangur lífsins. Frasinn "tíminn er afstæður" er nokkuð góður og á sannarlega rétt á sér. Sennilega er það einmitt þessi setning sem er sú eina gáfulega sem margur hefur látið út úr sér...

Mér finnst ósanngjarnt hvernig afstæði tímans er háttað. Ef það er einhver sem stjórnar þessu er hann sannarlega réttdræpur. Hvaða heimska er það að láta skemmtulegu hlutina líða hratt, en leiðinlegu stundirnar silast áfram? Hverskonar helvíti er þetta eiginlega?

Djúpt á litið má því kannski segja að vitundin er tíminn...svefninn líður hratt og er ómeðvitaður...leiðinlegu stundirnar fara hinsvegar í það að bíða...þ.e. meðvitundin um tímann er alger...

Svo ég dragi svo tilgang lífsins inní hugmyndina hef ég komist að einni niðurstöðu. Algengt er að fólk segi að tilgangur lífsins sé að hafa skemmtilegt...Rökfræðilega séð hlýtur þá hápunkturinn að vera sá að hafa ultraskemmtilegt sem þar af leiðandi gerir það að verkum að tíminn líður ultra hratt...

Er þá tilgangur lífsins kannski sá að láta tímann líða??

Því miður er þetta allsekki betri hugmynd en hver önnur um hver tilgangur lífsins er...en þessi bætist þá bara í sarpinn...

Bless!

 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com