Halló!
...og enn eykst pressan!!
SKO, nú er ekki nóg með það að hin akademíska pressa upplýsingatækniáfangans í H.Í. liggi á mér! Hafa nú hæstvirtir og ágætir nemendur mínir í Borgó þefað uppi blogg mitt! Þegar hefur mér borist munnleg kvörtun frá þeim varðandi bloggið. Bentu þeir mér vinsamlegast á það að eigi hafi ég bloggað síðan 7. okt!
Þessi gagnrýni á vissulega rétt á sér og verð ég að herða mig svo um munar. Stefni ég nú á það að setja inn nýja færslu a.m.k. vikulega á næstunni...Það er þó eigi örvænt um það að mér gæti reynst erfitt að hunskast til þess að standa við það... :-)
Jamms..annars á ég við andlega deyfð að stríða þessa stundina...af og frá að mér detti eitthvað sniðugt í hug til að deila með sauðsvörtum almúga landsins. Ég höndla ekki einu sinni að skrifa niður einhver leiðindi eða þvælu...
..og þó þetta er hundleiðinlegur pistill...
Bless!
Halló!
Pressa!
Það vill svo undarlega til að allt í einu og skyndilega er ég undir akademískri pressu. Pressan felst í því að ég
þarf að blogga. Að vísu ekkert neitt sérstaklega mikið, bara nokkra pistla þessa og næstu önn.
Mér líður líka svolítið eins og pressan sé ekki bara það að blogga, heldur þurfi færslurnar að vera á akademískum nótum. Glöggir lesendur síðasta pistils átta sig á því að stundum langar mig að þvæla einhverju gríni og rugli út úr mér. Það verður seint flokkað sem akademískt.
Reyndar held ég að akademískir pistlar séu af hinu illa. Þá nennir enginn að lesa. En það lesa nú fáir bloggið mitt..sem er skiljanlegt, maður hefur nú fleira að gera en að lesa einhver blogg hingað og þangað.
En semsagt, ástæðan fyrir því að þessi pistill hefur nú litið dagsins ljós er hin akademíska pressa kennsluréttindanámsins í HÍ. Jamm ég er á leið með að verða blásnauður kennari...það er fínt.
Bless!