<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Monday, November 22, 2004
  Halló!

Exercitatio optimus magister!

Öllum til almennra leiðinda, nema mér, er yfirskrift þessa pistils á latínu! Á ástkæra ylhýra úleggst þetta; ,,æfingin skapar meistarann”.

Ég er að fara að byrja í stífu æfingaprógrammi. Markmið mitt er að verða fallegur. Ég ætla að verða svo fallegur að kvenfólk fellur í yfirlið í umvörpum. Ég ætla að verða fallegasti maður í heimi! Ég hætti ekki fyrr en allt það kvenfólk sem hefur yfir að búa snefil af gagnkynhneigð er búið að versla sér mannhæðarhátt veggspjald af mér..og jafnvel ekki;

Yfirmarkmið mitt er að útrýma orðinu ,,lesbía” í öllum föllum og orðflokkum!

Ég sé aðeins eitt vandamál við þetta allt saman. Ég hef ekki enn áttað mig fyllilega á því hvernig æfingaprógrammið ætti að vera.

Ástæðan er sennilega sú að ég slaga líklegast upp í meðalgreind. Ég geri mér nefnilega grein fyrir því að það sem Önnu finnst gullfallegt gæti Siggu þótt með eindæmum ófrítt. Fyrir þá lesendur sem eru sérstaklega vel gefnir langar mig að nefna enn djúpstæðara vandamál. Ef við gefum okkur það að Anna hafi 4 heilbrigðar og starfandi heilasellur gæti ég átt það á hættu að hún meti mig útfrá því sem ég segi og geri til viðbótar við útlit mitt! ( þeir sem eru fræðilega þenkjandi gætu áttað sig enn betur ef ég orða þetta á þennan veg: ,,ytra útlit gæti fallið vegna innri þátta”).

Þetta flækir málin svo um munar. Helvítis. En ég verð að reyna. Mér dettur í hug ein lausn á þessu vandamáli.

Ég gæti e.t.v. farið í WC annan hvern dag og lyft með vinstri hendi og vinstri fæti. Eftir æfingu gæti ég farið í ljós vinstra megin (eða hægra megin) og lesið mannkynssögu á meðan. Ég gæti svo pantað tíma hjá lýtalækni og fengið hann til þess að lappa uppá vinstra eyrað, vinstra nefið og fyllt í varirnar hægra megin með sílikoni. Meðfram þessum aðgerðum gæti ég lesið viðskiptafræði eða heimspeki. Þar á eftir myndi ég kíkja á Sverri tattoo og látið tattúa tribalmunstur á vinstri handlegg en dreka á hægri handlegg. Ég myndi að sjálfsögðu taka með mér náttúrufræðibók til aflestrar.

Ég myndi versla mér sjóarahatt og bera hann til þess að þóknast kvenfólkinu sem er röff. Hárið hægramegin yrði stuttklippt með rakaðan hnakka og hálfa dollu af brillíantíni til þess að halda því í réttum skorðum í íslenska rokinu. Vinstra megin væri ég hinsvegar með sítt hár, ýmist í tagli, laust eða með dredda. Ég sé fyrri mér margar fræðibækurnar liggja í valnum eftir þetta allt saman.

Að ofan væri ég spariklæddur og e.t.v. með kókaín-yfirvaraskegg í stíl. Einnig kæmi til greina að vera með neftóbakstauma niður efri vörina í stíl við skítugar gallabuxur. Þarna gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi og brætt hjörtu sveitastelpna svo og þeirra sem aðhyllast nýmóðins dísel-drullubuxur. Möguleikarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir.

Ég væri til skiptis vinstri-pólitíkus eða hægripólitíkus, allt eftir því sem best hentar. Ef mér skjátlast ekki má ég svo ekki klikka á því að vera á móti hvalveiðum, svona stundum. Eftir allan fræðilesturinn verður mér ekki skotaskuld úr því að tala máli hvers sem er...

HA! Svei mér þá..þetta er alveg að gera sig held ég..

Þetta er gersamlega ég..

Bless!
 
Wednesday, November 17, 2004
  Halló!

Þegar ég verð orðinn frægur íslenskukennari, virtur uppfinningamaður og einræðisherra yfir Íslandi ætla ég að banna sjó í ljóðum. Þá í öllum föllum og tíðum og útgáfum (mar, haf...). Þessi sjó-pæling í ljóðum er orðin ágæt í bili held ég. Þetta er orðið leiðinlegt.

Þau skáld sem gera sig sek um að brjóta þessi lög verða rekin af landi brott.

Bless!
 
Monday, November 08, 2004
  Halló!

Er búið að láta heimsmetabókina vita af þessu??

Eins og glöggir fréttaþyrstir einstaklingar landsins hafa vafalaust tekið eftir hefur bandaríska þjóðin valið sér forseta sem mun sitja næstu 4 árin. Georg Runni eða George Bush varð fyrir valinu.

Þetta er vafalaust en mesta heimska sem ég hef á ævi minni frétt af!! Ég held að þær milljónir sem kusu Bush eigi nú þátt í mestu ,,fjöldaheimsku" sem sögur fara af. Þetta er algert met, þetta er heimsmet! Ég hafði sem betur fer vit á því að horfa ekki á kosningarnar í beinni. Ég hefði hinsvegar mögulega e.t.v. gert það ef ,,Guiness world records" hefðu verið með beina útsendingu frá þessum viðburði og tilkynnt í lokin að gríðarlegt heimsmet í fjöldaheimsku hafi verið slegið! Þeir hjá Guiness voru hinsvegar ekki með á nótunum, a.m.k. ekki svo ég viti til.

Ég held að það megi kalla það ýkjur, en allsekki lygi, að líkja þessu við það að þýskir myndu kjósa Adolf Hitler sem forseta sinn í dag. Þetta er sorglega sambærilegt að mörgu leyti.

Ég ætla að tala dulítið á móti mér í lokin. Eins og nokkrir vel gefnir einstaklingar hafa bent mér á má e.t.v. flokka þetta sem ,,skiljanlega heimsku", ef svo má segja. Í USA á sér sannarlega stað afar mikill áróður, jafnvel hræðsluáróður. Þjóðernishyggjan er afar sterk og alið á henni, sem gengur vel þó undarlegt megi virðast. Það er því hugsanlegt að jafnvel vel upp alið fólk láti blindast og kjósi ,,skiljanlega" Bush. Er það ekki einmitt sambærilegt við stuðninginn við Hitler á sínum tíma í Þýskalandi?

Ekki er ég viss, en ég held að Hitler hafi aldrei verið kosinn eftir að stríðið hófst. Er ekki búið að kjósa Bush eftir að stríðið/stríðin hófust? Humm..breytir ekki öllu...

Eins og snillingur nokkur benti á virðast menn aldrei geta lært af sögunni eða öðrum..menn læra aðeins af eigin reynslu...

Bless!
 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com