<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Wednesday, February 09, 2005
  Halló!

Hefðbundinn pistill

Ég, blásaklaus námsmaðurinn, leyfði mér þann munað að versla mér hamborgara í kveld. Robin Hood-hamborgari varð fyrir valinu og var tekið sérstaklega fram að á honum væri hin framúrskarandi Hróa-hattar sósa. Gott og vel, hamborgarasósan á matsölustöðum ber gjarnan eilítið mismunandi keim. Mér til mikillar skelfingar reyndist það vera lygi, en ekki ýkjur, að sósan hans Hróa-hattar væri framúrskarandi. Slíkan súrsætan djöfulsins viðbjóð hefi ég aldregi sett inn fyrir mínar varir fyrr! Ég bendi lesendum þeim, sem ekki eru jafn glöggir og aðrir, á að það var SÚRSÆTT bragð af ,,hamborgarasósunni" á hamborgaranum mínum! ILLILEGA SÚRSÆTT! Hvers konar framkoma er þetta? Hvers konar mannvonska og kvikindisskapur er það að hafa súrsæta sósu á hamborgara? Og hvaða sveitti rauðhærði gyðingur fann upp á súrsætu bragði yfir höfuð?

Einnig ætlaði ég mér að lýsa eftir blessuðum gróðurhúsaáhrifunum. Eru þau í fríi á spáni? Annars er ég svo súrsætt kalinn á hjarta að smá kuldi og snjór breytir ekki miklu að svo stöddu.

Bless!
 
Monday, February 07, 2005
  Halló!

Ósmekklegur pistill!

Ég var að ræða við Hjálmar meðleigjanda minn. Við vorum að ræða um tækni nútímans og stríð framtíðarinnar. Ég varð fyrir afar miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.

Ég hafði nefnilega gælt við þá hugmynd að þegar ég verð orðinn gamall og barnslaus ætlaði ég að fylgjast grannt með þriðju heimsstyrjöldinni. Ég hafði skipulagt að versla mér risastórt kort af heiminum og allskonar herkalla. Landgönguliða, stórskotalið, skriðdreka, flugmóðurskip, herskip...og svo videre. Hersveitunum ætlaði ég svo að raða samviskusamlega eftir bestu vitneskju á kortið mitt og ýta þeim til og frá með þar til gerðu priki – alveg eftir því hvernig stríðið myndi þróast. Ég mundi auðvitað leggja höfuðið í bleyti og reyna að átta mig á veikleikum og styrkleikum hinna stríðandi fylkinga. Ég mundi svo reyna að sjá fyrir næstu leiki hernaðarsérfræðinga landanna og spá í spilin varðandi framgang stríðsins. Fyrrnefndur Hjálmar hefði auðvitað orðið sérlegur aðstoðarmaður minn og ráðgjafi og verið tíður gestur á heimili mínu.

En þessi fallega mynd af notalegum síðkvöldum með prince í kjaftinum, kók í vinstri og prikið góða í hægri virðist vera að mást út í skelfilegri tækniþróun nútíðar og framtíðar. Það verða nefnilega engir skriðdrekar – jafnvel ekki einu sinni hervélmenni. Við erum að tala um nanóveirusprengjur og annað slíkt sem eyða hálfum heiminum á augabragði. Ég næði ekki einu sinni að breiða út kortið góða, jafnvel ekki að versla það.

Djöfulsins svekkelsi.

Bless!
 
Tuesday, February 01, 2005
  Halló!

Metnaðarfullt stef

Ég sat fyrir framan sjónvarpið um 18:00. Ég er ekki vanur því enda táknmálsfréttir og barnatíminn ekkert sérstaklega mikið fyrir mig.

Stef táknmálsfréttanna barst um stofuna og af einhverjum ástæðum fangaði það athygli mína. Ágætt stef í sjálfu sér. Bara stef, en hið ágætasta.

Það má jafnvel ganga svo langt að kalla þetta metnaðarfullt stef. En tónsmiðurinn snjalli hlýtur að vera svolítið vonsvikinn, jafnvel fúll. Hlýtur það ekki að vera?

Bless
 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com