<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Sunday, April 24, 2005
  Halló!

BRJÁLAÐUR yfir þessu!!!

Ég hef verið að leita mér að vinnu....

Ég er furious, krónískt snartrylltur! Ég næ ekki upp í nefbroddinn á mér fyrir reiði.

Ég held að það megi með sanni segja að ég hafi átt við námsleiða að stríða síðan c.a. í 9. bekk. M.ö.o. nokkurn veginn síðan ég man eftir mér! Kannski ekki námsleiða á gríðarlega háu stigi, en samt.

Ég er ekki laginn með kúbeinið, kann ekki á skrúfjárn, þekki ekki sportbíl frá lödu...o.s.frv... Eftir því sem tíminn leið í framhaldsskólanum sá ég betur og betur að ég yrði að læra eitthvað, og sá svo sem að ég gæti það alveg.

Með gríðarlegri þrjósku hef ég lokið samanlagt 8 ára námi umfram grunnskólaskylduna. 8 ÁR! (jafnvel 9, eftir því hvernig það er reiknað..)! Það er klikkun. Það má gera ráð fyrir því að sá tími sé 10% af allri helvítis ævinni. Djöfuls bull.

Nú er ég með BA próf sem ég fékk afhent við virðulega athöfn í bíóinu sem kennt er við Háskólann. Eftir nokkrar vikur get ég svo titlað mig sem kennara.

...leita mér að vinnu sem kennari semsagt...nánar tiltekið sem íslenskukennari. Nú hef ég (stoltur og ánægður, útskrifaður og flottur) farið í allmarga skóla, lagt inn umsóknir og rætt við skólastjórnendur. Og hvað fær maður í andlitið?? ,,MA-próf æskilegt” HVAÐ, HA?? ,,Já..viðbrögðin hafa nú verið rosalega góð...en gott að fá umsókn samt”. GOTT AÐ FÁ UMSÓKN SAMT??? HA? ,,Það má búast við því að einhverjir sæki um sem hafa meiri menntun...” MEIRI MENNTUN HVAÐ??? BA- og kennsluréttindanámið, sem hefur sogað mesta skemmtanagildið úr besta hluta ævinnar, heil fjögur ár, er skyndilega engin menntun til að tala um!! Hvaða helvítis vitleysa er þetta eiginlega!!!? BA próf og kennsluréttindi er einmitt og akkúrat það sem þarf til að verða kennari! Það er kennarastéttin!!! Þeir sem eru með MA og doktorspróf og eitthvað slíkt, þeir eiga andskotann ekkert að vera að kenna! Þeir geta bara verið að búa til orðabók eða einhvern fjandann! Ekki rífa af okkur kennurum störfin. Ég er viss um að ég get gersamlega rassskellt einhvern mannfælinn doktor sem kennari. Það er hlægilegt að halda því fram að doktor (sem er sérfræðingur um ,,bikarinn” sem tákn í ljóðum... bleh...zzzzzz) sé eitthvað betri kennari! COMMON!

Hvað verður um þessa háskólagengnu kennara sem virðast ekki lengur vera hæfir kennarar? EIGUM VIÐ BARA AÐ FARA AÐ SKEINA FÓLKI Á ELLIHEIMILINU GRUND OG FARA MEÐ VÍSUR Í LEIÐINNI? JÁ, 1% KAUPHÆKKUN EF ÞÚ FERÐ MEÐ VÍSUR MEÐAN ÞÚ BAÐAR EÐA SKEINIR!! Ekki það að ég hafi eitthvað á móti því göfuga starfi að hugsa um gamla fólkið. Háskólapróf er hins vegar varla skilyrði eða...? Er Elliheimilið Grund kannski farið að auglýsa ,,BA- próf æskilegt” ???? Og vernduðu vinnustaðirnir ,,Æskilegt að umsækjendur hafi stúdentspróf” ???

Og hvað eiga menn við með orðunum ,,gott að fá umsókn SAMT?” Semsagt; ,,þú átt ekki séns en gott að fá pappír til að krota á..svona ef maður þarf að taka niður símanúmer eða eitthvað” ....?? Eða hvað?

Ég ætla í það minnsta að passa mig á því að sækja um á klósettpappír í næsta skóla. Þeir geta þá gripið í þetta ef illa stendur með klósettpappírsmálin í skólanum...

Bless! 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com