<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Friday, May 13, 2005
  Halló!

Mannræfillinn..

Það er sorglegt að fylgjast með mönnum fremja fádæma heimsku á opinberum vettvangi.

Það er ekki hægt annað en að vorkenna mannræflinum honum Gunnari Örlygssyni. Hann reiðir greinilega ekki vitið í þverpokum.

Ég vona að blessaður kallanginn finni starf við sitt hæfi eftir næstu kosningar. Vonandi verður það starf þess eðlis að hann geti ausið úr skálum reiði sinnar án þess að eiga á hættu að bera biturleika sinn á borð fyrir almenning með opinberum heimskupörum.

Einnig vona ég að sjálfstæðisflokknum svelgist á bitanum í kapítalískri græðgi sinni...

Bless! 
Monday, May 02, 2005
  Halló!

Í leit að lagi

Mig grunar sterklega að ég sé manískur maður – semsagt ekki alltaf alveg í ,,balance”. Ef svo er má segja að ég þjáist af geðhæð þessa stundina.

Ég er að leita að lagi, eða verki, eftir einn af þessum klassísku snillíngum. Það gengur alls ekki vel. Það hefur hins vegar kveikt margar góðar hugmyndir hjá mér...

Ég hef niðurhalað talsverðu magni af alls kyns dóti eftir hina og þessa kalla, Vivaldi, Beethoven, Mozart, Grieg ofl. Ég hef ekki enn hitt á rétta lagið.

Flest af þessu er að mínu mati rusl. Það sem stendur klassískri tónlist fyrir þrifum er þetta blessaða fiðluvæl. Með smá áherslubreytingum er vel hægt að gera snilld úr þessu.

Ég hef því ákveðið að gerast tónsmiður þegar ég verð orðinn fullorðinn. Ég mun aðeins hafa 1, mestalagi 2 fiðluleikara í mínum verkum. Hins vegar sé ég fyrir mér heila hrúgu af sellóleikurum. Ég hvet alla tónlistarmenn sem nú eru í námi að skipta yfir í sellóið, það mun borga sig. Sellóin eru nefnilega málið. Í þeim býr dramað og dýptin. Ég hugsa að venjulegur rafmagnsbassi gæti spilað vel inn í og slegið grunn-bassatóninn. Að sjálfsögðu mun ég hafa trommuleikara, gamlan rokkara sennilega.

Þetta verður gargandi snilld. Ég tek þessa gömlu kalla í nefið! Sýni þeim hvernig á að gera þetta. Ég mun verða aðalkallinn í endursköpun klassískrar tónlistar í heiminum. Fyrsta verkið mun vera hádramatískt og bera nafnið ,,Óðurinn til dauðans”. Það er augljóslega stæling á ,,Óðurinn til gleðinnar” eftir Mozart.

Ég fékk einnig annars konar hugmynd sem ég ætla að framkvæma líka - nema ef ske kynni að búið sé að því? Ég ætla að búa til myndbönd við þau klassísku verk sem eru snilld. Ja, eða við hluta af þeim a.m.k. Ég hef þegar hugsað út hvernig myndbandið við ,,Sumar”- hluta Árstíðanna eftir Vivaldi á að vera. Það verður mikil fegurð.

Ég er viss um að Vivaldi kallinn verði ánægður með myndbandið. Hann hefði örugglega viljað geta útbúið myndband við lagið sitt, kallanginn, ef hann hefði haft færi á því á sínum tíma. Hann hefur vafalaust séð þetta allt saman fyrir sér í myndum, ekki bara tónum og nótum.

Ég hlakka innilega til þess þegar ég hitti kallinn hann Vivaldi hinum megin við móðuna miklu eftir cirka 42-45 ár. Þá verður hann búinn að frétta af myndbandinu mínu frá einhverjum sem fylgist vel með hérna megin, en er hinu megin. Honum mun örugglega þykja vænt um að ég skyldi hafa útbúið myndband við lagið hans, fyrst hann gat það ekki sjálfur.

Þegar við Vivaldi hittumst getum við rætt um klassíska tónlist og myndirnar í henni. Ég mundi spila fyrir hann verkin mín og hann gagnrýnt þau með sínum 17-18. aldar gleraugum. Við gætum svo fengið okkur rauðvínsglas og tekið eina skák.

Bless!

p.s. Mynd af gaurnum.. http://www.hi.is/~kariv/index7.htm 
Sunday, May 01, 2005
  Halló!

Ég fór út að ganga...

Ég mætti þremur einstaklingum sem voru líka úti að ganga. Þessir einstaklingar áttu það sameiginlegt að þeir höfðu hund í spotta með í för. Ég velti fyrir mér hvort maðurinn eða hundurinn hafi haft meira gagn af göngutúrnum.

Mannskepnan er svo frávita heimsk...og löt. Hundurinn efast örugglega ekki um gildi göngutúrsins til andlegrar og líkamlegrar upphafningar. Um hugmyndir eigenda þeirra til þessa málefnis skal ég ekki fullyrða neitt.

Ég fór út að ganga einsamall. Ja, eða hvað? Ef til vill má orða það svo að ég hafi farið út að ganga með hundinn í sjálfum mér. Mikil þörf á því og viðraðist all-nokkuð úr honum.

Ég ætla að gera þetta aftur við tækifæri... ef ég nenni.

Bless! 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com