Halló!
Takmörk fyrir öllu?Já sennilega...flestu allavegana. Ég er amk. þeirrar skoðunar að þegar menn komast á óskilgreint hámarksstig heimskunnar hætta menn að vera algerlega óþolandi. Þá er nefnilega hægt að hlæja að þeim. Þeir hætta að vera ,,óþolandi hálfvitar" eða eitthvað í þá áttina, og verða meira svona ,,heimskir kjánar", eða kannski ,,bjánagrey".
Bush kallinn hefur orðið þeirrar vafasömu gæfu aðnjótandi að komast í flokk heimskra bjánakjána, að mínu mati amk. Hann telur skynsamlegt að hafna þróunarkenningu Darwins og hætta að kenna börnum slíka þvælu í skólum Bandaríkjahrepps. Þetta er auðvitað hlægilegur kjánabjánaskapur.
Það er þó eitthvað við þetta sem vekur smá ugg í brjósti mér...kannski það að þessi kjánabjáni er valdamesti maður heimsins..??
Bless!