<$BlogRSDURL$>
Hnignunarspegill mannkyns
Wednesday, October 12, 2005
  Halló!

Ég hefi verið klukkaður. Ég ætla að stela sérstaklega sniðugum punkti frá Risanum sem ég rak augun í í hans klukk-svari. Ég set þann punkt nr. 1.

1. Ég hef aldrei farið í ljósabekk og veit ekki hvernig slíkt skrapatól lítur út!
2. Ég gegni nú vafasömu embætti sem er kallað í daglegu tali ,,kennari". Ég er ekki viss um að orðið skýri á nokkurn hátt hvað felst í þessu embætti. Ég efast um að nokkur maður viti almennilega nú til dags hvað felst í starfinu í raun og veru.
3. Ef ég er syndugur maður (aðrir verða að dæma um það) hef ég nú að undanförnu unnið hörðum höndum við að bæta fyrir syndir vorar með því að gefa samfélaginu ófáar vinnustundir.
4. Ég passa e.t.v. fullvel við staðalímyndina ,,neikvæður og vinstrisinnaður kennari". Þó vil ég benda á að ég er ekki enn ,,lentur" miðað við úthugsað og snilldarlegt plan mitt varðandi framtíðina.
5. Ég er sérstaklega heppinn með fólkið í kringum mig (kærustu, vini, fjölskyldu, kunningja...). Það er á áætlun að gefa því meiri gaum þegar um hægist. Ég verð líka að gera það áður en langt um líður, annars verð ég bráðkvaddur.

Ég má ekkert vera að þessu frekar en öðru og segi þetta gott í bili! Að lokum ætla ég að stela þeirri hugmynd frá Konna að klukka stjórnmálamenn landsins. Það væri t.d. gaman að heyra Dabba krull útskýra þátt sinn í sápuóperunni ,,Baugsmálið mikla".

Bless! 
Ég hefir ákveðið að taka þátt í blogg-bólunni miklu. Gott ef ég fer ekki og versla mér dísel-gallabuxur og það skítugar á morgun. Ég ráðlegg öllum að lesa ekki þetta blogg, enda verður það vafalítið hundleiðinlegt og neikvætt..eða svo munu grænu kallarnir vafalaust segja...

TENGLAR
Konni B.
Guðni hinn Græni
Guðni hinn Rauði
Risinn á í mökum við hús
Diddzerinn brósi
Skítkast frá Hjalla snillíngi
Jói varpar ljósi á allt og alla
Sjóræninginn Mr.Jones
Sá betri!
Baldur bloggar!


ARCHIVES
01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 /


Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com